Húðvörur fyrir alla

tasur - minni

Gamla apótekið einsetur sér að bjóða upp á húðvörur sem henta jafnt fyrir börn og fullorðna, þær eru upplagðar fyrir þá sem hafa þurra húð, þá sem þurfa góð mýkjandi og rakagefandi krem samhliða húðlyfjameðferð og fyrir alla hina sem kjósa vandaðar húðvörur, ekki síst fyrir þá sem þola illa aukaefni í kremum. 

 

Gamla apótekið býður einnig upp á úrval vara til varnar og meðhöndlunar á harðri húð, kælandi og kláðastillandi vörur og sótthreinsandi vörur svo eitthvað sé nefnt. 

Vörur Gamla apóteksins fást í helstu apótekum.

Íslenskar Gæðavörur

veljum

 

Vörur Gamla apóteksins eru byggðar á gömlum uppskriftum frá þeim tíma er framleidd voru krem og áburðir í apótekum en hafa verið þróaðar áfram í samstarfi húðsjúkdómalækna og lyfjafræðinga.

 

Vörurnar eru unnar úr hágæða hráefnum sem eru viðurkennd og vottuð af lyfjaiðnaðnum ásamt besta vatni í heimi, íslensku vatni. Vörur Gamla apóteksins eru alveg lausar við ilm- og litarefni og framleiddar samkvæmt ströngustu gæðakröfum.