lesa

Svitastillandi áburður - hrein kraftaverkavara

Góðan dag,

Mig langar að lýsa yfir ánægju minni á vörutegund frá ykkur, en það er svitastillandi áburðurinn. Þetta er hrein kraftaverkavara og veit ég um marga sem þurfa á lausn við mikilli svitamyndun. Mér finnst hrein synd að þið auglýsið þessa vöru ekki betur vegna þess að ég held að þið mynduð græða á viðskiptunum og að fólkið sem þarf á þessu að halda yrði ákaflega hamingjusamt.

Ég hafði til að mynda leitað árángurslaust af sambærilegri vöru í nokkur ár áður en ég rakst á áburðinn. Einnig tel ég að læknar og apótekarar almennt hafi ekki nógu mikla vitneskju um þetta. En ég er alveg fullviss um að mikill hluti fólks sé að leita að einhverrri lausn við svitavandamálum, fólk á öllum aldri.

Nú seinast lánaði ég vinkonu minni þessa flösku en hún hafði reynt allt og jafnvel gripið til þess örþrifaráðs að festa dömubindi innanklæða, undir handakrikann. Svo fór hún í gegnum þrjá boli/peysur á dag og hafði þetta mjög neikvæð áhrif á hennar andlegu heilsu og sjálfsmat. Jæja, en viti menn, eftir eina notkun þar sem hún bar áburðinn á sig með bómull undir handakrikann, eftir sturtu og fyrir svefn, fann hún fyrir þvílíkum mun.

<<Til baka